148. löggjafarþing — 75. fundur,  11. júní 2018.

skilyrðislaus grunnframfærsla.

9. mál
[18:25]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Herra forseti. Ég stend að þeirri breytingartillögu sem liggur fyrir um að vísa málinu til framtíðarnefndar ríkisstjórnarinnar. Ég greiði auðvitað atkvæði með því og vona að framtíðarnefndin taki málið til gaumgæfilegrar athugunar. Ég verð þó að taka fram til að fyrirbyggja misskilning að með því atkvæði mínu tek ég ekkert sérlega vel undir hugmyndina. [Hlátur í þingsal.] Ég leggst hins vegar ekki gegn því að málið verði skoðað þótt ég játi að fyrir fram hef ég mjög mikla fordóma gagnvart þessari hugmynd.