148. löggjafarþing — 75. fundur,  11. júní 2018.

jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

393. mál
[19:12]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég verð að taka undir með þeim sem hér hafa mælt í umræðu um þessa atkvæðagreiðslu hvað það varðar að það hefur reynst þeim sem hafa kallað eftir skýringum á því hvaða réttindi það eru sem ekki eru varin samkvæmt gildandi rétti sem bætast við samkvæmt þeim lögum sem verið er að lögfesta. Án þess að skýr svör hafi nokkurn tíma fengist við þessu er erfitt að vera sammála því að skortur sé á þessari lagasetningu, þ.e. að einhver sérstök þörf sé fyrir hana. Þetta setur menn auðvitað í dálítið sérstaka stöðu sem telja réttinn vera til staðar, en að þetta sé einfaldlega ekki góð lagasetning sem við erum með í höndunum þegar þarf að taka afstöðu til allra þeirra réttinda sem eru síðan talin upp. Sannarlega eru menn ekki mótfallnir réttindunum sem eru hér heldur spyrja einfaldlega: Til hvers þessi lög núna (Forseti hringir.) í ljósi þess réttar sem er í gildi? Við því finnst mér ekki hafa fengist gild svör í þinglegri umræðu.