148. löggjafarþing — 76. fundur,  11. júní 2018.

veiting ríkisborgararéttar.

660. mál
[23:35]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Þórhildur Sunna Ævarsdóttir) (P):

Herra forseti. Það er mér sönn ánægja að mæla fyrir frumvarpi til laga um veitingu ríkisborgararéttar fyrir hönd allsherjar- og menntamálanefndar.

Allsherjar- og menntamálanefnd hafa borist 147 umsóknir um ríkisborgararétt á vorþingi 148. löggjafarþings, en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt veitir Alþingi ríkisborgararétt með lögum. Nefndin leggur til að 69 umsóknir verði samþykktar og þeim einstaklingum veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni.

Undir þetta ritar öll allsherjar- og menntamálanefnd.

Að lokum legg ég til að þetta mál fari beint til 2. umr.