148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

samkomulag um þinglok.

[13:47]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Virðulegi forseti. Ég sit, eins og hv. þm. Óli Björn Kárason, í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem umrætt mál var tekið til umræðu á endasprettinum. Öfugt við það sem hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt fram áðan, að einhver önnur mál væru lítið rædd og illa undirbúin, er þetta mál tiltölulega lítið rætt og illa undirbúið að kröfu Miðflokksins. Þá er ekkert óeðlilegt við að þingheimur ákveði, fremur en að henda málinu í ruslið eða hreinlega fella það, að það verði sett í eðlilegan farveg þar sem það mun fá einhverja umfjöllun og vonandi einhverjar lyktir.