148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

samkomulag um þinglok.

[13:52]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Hér er ekki verið að svíkja neitt. Ég sat á samningafundum. Það var rætt að hver þingflokkur fengi eitt mál. Mál Miðflokksins var ekki tilbúið. Það var tekið inn í nefnd og fékk eðlilega meðferð og vinnslu þar. Þar höfðu fulltrúar Miðflokksins fullt færi á því að koma með athugasemdir og breytingartillögur. Þetta var niðurstaða nefndarinnar. Hér er farið að fullu að þingsköpum. Ef menn ætla að hliðra til reglum til þess bið ég þá að falla frá því. Kannski ættum við að hafa námskeið í almennum fundarsköpum og hnykkja aðeins á þeim því að hér förum við eftir þeim. Ég get ekki tekið undir þau orð sem beint er til forseta í einhverjum ómerkilegum málflutningi. Ég bið ykkur um að falla frá því.