148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

samkomulag um þinglok.

[14:01]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Þetta mál okkar Miðflokksmanna um vexti og verðtryggingu skiptir almenning verulegu máli. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin skuli reyna allt hvað hún getur til að koma þessu út úr þingsal, það fái ekki umræðu hér í þinginu. Hvers vegna? Hvers vegna skyldi það vera? (Gripið fram í.) Er það hagsmunagæsluvél Sjálfstæðisflokksins (Forseti hringir.) sem farin er í gang alveg á fullu? Til að koma í veg fyrir að málið verði rætt hér? (Gripið fram í: Hvaða vél …?) Svo beygir Framsóknarflokkurinn sig og Vinstri grænir undir þessa hagsmunagæsluvél og sjá til þess að það verði ekki rætt hér. (Gripið fram í.) Formaður Framsóknarflokksins sagði, ég sá Facebook-færslu eftir hann …

(Forseti (SJS): Forseti biður um þögn.)

þar sem hann lýsti ánægju sinni með þetta mál. Hann er fylgjandi þessu, Framsóknarflokkurinn fylgist að í þessu, þau beygja sig undir Sjálfstæðisflokkinn sem vill ekki sjá þetta, sem vill ekki rétta kjör almennings á Íslandi. (Gripið fram í: Eini flokkurinn sem réttir kjör …)