rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.
Virðulegi forseti. Hér er tekið fyrir mál um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með málinu í þinginu þar sem skammtastærðir hefur borið mjög mikið á góma. Skilst mér að menn hafi náð utan um það allt saman, rafrettunotendum til mikillar gleði.
Þó að ég geri ráð fyrir að styðja þetta mál velti ég fyrir mér hvort eðlilegt sé að skilja út undan notkun á þessum tækjum á veitingastöðum, hvort það eigi ekki að falla undir sama hatt og tóbak, þ.e. að það sé bannað. En engu að síður hefur málið skánað og batnað mjög mikið. Ég held að það sé ástæða til að þakka þeim sem lögðu sitt af mörkum til að málið færi í þann búning að hægt væri að styðja það, sem við reiknum með að gera hér.