rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.
Virðulegur forseti. Þetta var mjög umdeilt mál enda eitt og annað í því sem ríkir óvissa um. Til að mynda greinir menn á um hvort aukið aðgengi að svokölluðum rafrettum sé fyrst og fremst til þess fallið að fá þá sem reykja hefðbundnar sígarettur til að hætta reykingum, eða hvort það geti líka orðið til þess að fólk sem ekki reykir yfir höfuð prófi frekar rafrettur.
Unnið hefur verið mikið í þessu máli, sem var, eins og ég nefndi, umdeilt. Gerðar voru á því ýmsar breytingar með það að markmiði að koma til móts við þær athugasemdir sem komið hafa fram. Það er mjög til fyrirmyndar, virðulegur forseti, að menn skuli vinna hlutina með þeim hætti og mætti sjást víðar, í fleiri málum sem við ræðum í þinginu í dag þar sem er, má segja, allur gangur á því hvort menn hafa leitast við að ná lendingu eða jafnvel (Forseti hringir.) leitað að tækifærum til að sprengja mál í loft upp.