148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.

202. mál
[15:01]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta er nokkuð umdeilt mál og hefur farið nokkra hringi, veit ég, í nefnd þar sem það var til afgreiðslu. Í sjálfu sér má segja að okkur skorti enn þá rannsóknir um hvort rafrettur hvetji hugsanlega til annarra reykinga. Því hefur verið haldið fram að þær dragi mjög úr þeim, en okkur skortir reynslu til að meta hvort þær geti í einhverjum tilfellum hvatt til tóbaksreykinga.

Ég hef verið nokkuð nervus við þetta mál og var það lengi framan af. Það hefur vissulega skánað ögn í meðförum nefndar þannig að ég geri ekki ráð fyrir því að standa í vegi fyrir því að það verði afgreitt hér í dag. Samt sem áður er ég þokkalega nervus yfir málinu.