148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.

202. mál
[15:03]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta er býsna gott mál. Þetta er eiginlega mjög gott mál inn í þennan sal í dag því að með þeirri niðurstöðu sem við greiðum hér atkvæði um rétt á eftir er hægt að sýna og sanna að gjörsamlega ólík sjónarmið ná lendingu. Í nefndinni ræddum við töluvert um að við þyrftum að hjálpa fólki að hætta að reykja. Þetta er hluti af því. En á hinn bóginn var vandinn sá hvernig við komum í veg fyrir að börn byrji hugsanlega að reykja með því að veipa. Ég mæli með því að fólk taki þetta mál og hafi það hugfast hvernig við náðum að lenda því.