148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

skattleysi uppbóta á lífeyri.

649. mál
[15:26]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég fagna þessu frumvarpi og samstöðunni um það. Uppbót á lífeyri er greidd til að mæta útlögðum kostnaði og á því ekki að vera skattskyld. Mikilvægt er að hafa í huga að uppbætur á lífeyri eru ekki skattskyldar. Koma þær ekki frádráttar eða skerðingar við útreikning fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga, húsnæðisbóta, sérstaks húsnæðisstuðnings, barnabóta, vaxtabóta og niðurfellingar á fasteignagjöldum.

Miðflokkurinn styður þetta frumvarp og markmið þess heils hugar. Það bætir kjör verst stöddu lífeyrisþeganna og er Alþingi til sóma.