148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

skattleysi uppbóta á lífeyri.

649. mál
[15:39]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil nýta tækifærið til að koma upp og óska þingmönnum Flokks fólksins innilega til hamingju með niðurstöðuna þótt málið sé auðvitað ekki klárt til enda og sérstaklega hv. þm. Guðmundi Inga Kristinssyni, sem er ekki í salnum rétt í augnablikinu. Þetta er auðvitað mál sem á er sá bragur sem maður vonaði að mál stjórnarandstöðuflokkanna hefðu yfir sér, þau mál sem samið var um að kæmu til afgreiðslu í þingsal. En ég ætla ekki að fara út í þann samanburð í þessari tölu. Ég vil bara óska þingmönnum Flokks fólksins og flutningsmönnunum sem komu inn á málið í seinni hluta vinnslu þess innilega til hamingju með það. Ég held að hér séum við að ganga veg til góðs.