148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

afgreiðsla máls frá Miðflokknum.

[15:46]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Virðulegur forseti. Hæstv. núverandi forseti Alþingis hefur mikla reynslu af þingstörfum, meiri reynslu en nokkur annar í þessum sal. Hæstv. forseti veit fyrir vikið hversu mikilvægu hlutverki forseti Alþingis gegnir þegar kemur að samningum um þinglok. Hann þekkir örugglega ótal sögur þess þegar forsetar hafa stigið inn í mál til þess að leiða þau til lykta, til þess að leysa úr þeim, eða til þess að tryggja að menn standi við þau samkomulög sem gerð hafa verið. Því vil ég hvetja hæstv. forseta Alþingis til þess að nýta nú þá reynslu sína og sýna að hún gagnist þinginu við þær aðstæður sem hér eru uppi, funda með þingmönnum með formönnum þingflokka og tryggja að þeir samningar haldi sem gerðir eru um þinglok og menn klári (Forseti hringir.) þingið með sóma.