148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

afgreiðsla máls frá Miðflokknum.

[15:58]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Eitthvað gengur þessi þingfundur verr en ég átti von á. Ég stóð líkt og flestir aðrir þingmenn í þeirri trú að búið væri að ganga frá öllum samningum um þinglok. Þar sem þetta mál var ekki borið fram áður kemur það svolítið á óvart. En í ljósi þess að þessi staða er komin upp held ég að ráðlegt sé að gert verði hlé á fundinum og reynt að komast að einhverri niðurstöðu því að þetta fundarform, að allt gangi í mjög sársaukafullum skrefum, er ekki til þess fallið að skila okkur miklum árangri. Ég mæli með því við forseta að hér verði gert hlé á fundi.