148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

Íslandsstofa.

492. mál
[16:17]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Örstutt um þetta mál. Fram komu umtalsverðar athugasemdir við málið við vinnslu þess, eins og þeir vita sem í nefndinni sitja og höfðu fjallað um málið heilt yfir. Þetta var eitt af þeim málum sem var flaggað, ef svo má segja, í samningaviðræðum sem fóru fram um þinglok. Ég held að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi gert sex alvarlegar eða efnislegar athugasemdir sem við málið, sem betur fer, þannig að við þeim var brugðist í meginatriðum. Í lokin stóð út af atriði sem sneri að skipun stjórnar. Ég tel til bóta þá leið sem farin var. En ég er jafnframt þeirrar skoðunar að atvinnulífið eigi að hafa sterka rödd á þessum samstarfsvettvangi og í raun sterkari en (Forseti hringir.) ráðuneytin.