148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

Íslandsstofa.

492. mál
[16:31]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Ég vil aðeins ítreka að með aðild að nefndaráliti meiri hluta hæstv. utanríkismálanefndar og með jáyrði við frumvarpinu í þingsal bind ég vonir við að með tveimur fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga í markaðs- og svæðisráði Íslandsstofu, eins og það heitir, nái sjónarmið markaðsstofa landshlutanna að lita starfsemi hennar því að baki markaðsstofanna eru nefnilega 700–800 fyrirtæki á landsbyggðinni. Því segi ég já.