148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

um fundarstjórn.

[18:04]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Það er rétt sem fram er komið um fund formanna flokkanna að hann skilaði í sjálfu sér engri niðurstöðu. Þá liggur í loftinu sú meining sumra hér í þinginu að samkomulag um þinglok haldi ekki. Það kemur bara í ljós hvernig úr því spilast. Við getum auðvitað haldið lengi áfram í dag. Það eru bjartir dagar fram undan. Kannski við þurfum að gera íshlé af og til til að koma dagskránni í gegn. En af hálfu stjórnarinnar: Ef litið verður þannig á að ekkert samkomulag sé um hvernig ljúka eigi þinginu er það bara þannig. Það gildir á báða bóga. Eflaust verður bara að fara yfir það (Forseti hringir.) frá einum degi til þess næsta hvernig menn vilja haga þingstörfunum þann daginn.