148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

skipulag haf- og strandsvæða.

425. mál
[18:12]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. umhverfis- og samgöngunefnd fyrir samstarfið við vinnuna í þessu máli sem ég er framsögumaður á, en eins og í fleiri málum í gær gafst lítill tími til að fara yfir nefndarálitið. Síðan langar mig í tilefni af orðum hv. þm. Karls Gauta Hjaltasonar að koma inn á að það á ekki að fara á milli mála að um er að ræða svæði frá netlögum, frá ytri mörkum netlaga, og yfir það hef ég farið sérstaklega. Hins vegar var prentvilla í fyrstu útgáfunni sem var dreift hérna og gott að geta áréttað það úr ræðustól. En breytingartillagan hefur verið prentuð upp og á að liggja rétt fyrir á netinu og í hliðarsal.