148. löggjafarþing — 77. fundur, 12. júní 2018.
Ferðamálastofa.
485. mál
Herra forseti. Ég þakka fyrir ágætan dag á Alþingi í dag. [Hlátur í þingsal.] Ég þarf að óska eftir því sem framsögumaður þessa máls um Ferðamálastofu að það gangi til hv. atvinnuveganefndar á milli 2. og 3. umr. Það voru að berast athugasemdir frá Ferðamálastofu sem eru tæknilegar, smávægilegar, en það þarf að samræma greinar. Það er ósk mín að málið gangi til atvinnuveganefndar.