148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

vextir og verðtrygging.

246. mál
[18:38]
Horfa

Snæbjörn Brynjarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það eru margir hérna inni sem hafa kannski aldrei þurft að hafa áhyggjur af lánshæfismati, hafa aldrei haft áhyggjur af því að þurfa að finna húsnæði á leigumarkaðnum, hafa kannski ekkert sérstaklega miklar áhyggjur af afborgunum af lánum. Það er miður. Við þurfum að fjölga slíku fólki inni á þingi þannig að það endurspegli betur þjóðina.

Þetta er auðvitað viðkvæmt mál og á sér langa sögu. Staðreyndin er samt sú að Ísland er ekki eins og Ísland var árið nítján hundruð áttatíu og eitthvað þegar þessi lög voru sett. Við þurfum að horfast í augu við að verðtryggingin getur ekki varað að eilífu. Það er ekki sanngjarnt að lánþegar axli alla byrðina. Við þurfum að horfa fram á við, þurfum að leita lausna. Það eru til ýmsar lausnir.

Ég styð að þetta mál fari í atkvæðagreiðslu. Það eru margar skoðanir um það innan Pírata en ég er alla vega á þeirri skoðun að þetta mál verðskuldi að við athugum það vel. (Forseti hringir.) Ég myndi styðja að það væri tekið til atkvæðagreiðslu og greiða með því atkvæði.