148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

vextir og verðtrygging.

246. mál
[18:41]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta mál snýst um hvort meta eigi þetta mál faglega áður en farið verður í þá lagabreytingu sem frumvarpið leggur til. Nú hefur hv. efnahags- og viðskiptanefnd ályktað um málið. Það eru tvö nefndarálit og ég styð álit meiri hluta. Það væri býsna ankannalegt þar sem Alþingi samþykkti hér 8. maí einróma að fara í faglegt mat á þessu, það var algerlega í samræmi við niðurstöðu starfshóps um endurmat peningastefnu, að ætla svo korteri síðar að samþykkja málið bara sisvona án þess að meta faglega áhrif á lánakjör, vexti, peningastefnuákvarðanir. Það væru býsna skrýtin skilaboð frá Alþingi.