148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

vextir og verðtrygging.

246. mál
[18:42]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. 8. maí síðastliðinn samþykktum við einróma að starfshópur skyldi skoða kosti þess eða galla hvernig vísitala er sett saman og hvort húsnæðisverð eigi að vera inni í vísitölu eða ekki. Þann 8. júní síðastliðinn afgreiddi meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar, að viðstöddum hv. þm. Þorsteini Sæmundssyni, málið úr nefnd með frávísunartillögu sem við greiðum nú atkvæði um. Ástæða þess að við erum með þessa frávísun er einmitt að við afgreiddum og samþykktum öll einróma að viðhafa þann hátt á að undirbyggja og kanna með hvaða hætti skynsamlegast væri að (Forseti hringir.) standa að málum hér þegar kemur að verðtryggingu og yfir höfuð hvort við eigum að hafa verðtryggingu á einhverjum lánaskuldbindingum eða ekki.