148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

vextir og verðtrygging.

246. mál
[18:45]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Fyrir nokkrum dögum kom út bók. Þá sá formaður Framsóknarflokksins ástæðu til að setja á Facebook, held ég það hafi verið, með leyfi forseta:

„Tillögur peningastefnunefndar felast m.a. í að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Þessari tillögu erum við í Framsókn algjörlega sammála enda lagt fram slík mál á þingi síðustu misseri. Það er gott að finna faglegan stuðning og vel fram sett rök sérfræðinga með þeirri tillögu.“

Nú er bara spurning hvort formaður Framsóknarflokksins sé enn þá sama sinnis.