148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

vextir og verðtrygging.

246. mál
[18:51]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Húsnæðisliðurinn hefur fært 50 milljarða frá heimilunum á einu ári yfir til fjármálakerfisins og 118 milljarða á fimm árum. Með því að greiða atkvæði með þessari frávísunartillögu er hætt við að ástandið verði óbreytt. Því greiði ég á móti því að vísa þessu máli frá og vil að þetta mál fái framgöngu en verði ekki vísað frá. Ég segi nei.