vextir og verðtrygging.
Herra forseti. Þegar við gerum hluti á allt annan hátt en öll löndin í kringum okkur þarf stórkostlega góða röksemdarfærslu fyrir að viðhalda því ástandi. Þessi húsnæðisliður er á skjön við það hvernig löndin í kringum okkur gera þetta og það eitt og sér ætti að vera næg ástæða til að taka hann út. Það er búið að greina þetta og greina í marga áratugi. Aftur á móti hefur þrátt fyrir allt náðst að myndast sátt um að setja málið í nefnd. Ég vona að nefndin skili okkur þeirri niðurstöðu sem á auðvitað að koma í þessu efni því að búið er að greina það svo rosalega oft. Vandinn í dag er sá að röð atburða er ekki eins og best verður á kosið og greiningarvinnan hefur ekki verið alveg nægilega góð í þessu tiltekna máli. Ég neyðist því miður til þess að greiða ekki atkvæði í þessu máli. Ég býst við að aðrir Píratar séu úti um hvippinn og hvappinn með sín atkvæði. En kjarni málsins er að þetta er þannig mál að við hefðum átt að vera löngu búin að þessu. Klárum þetta núna í haust.
(Forseti (SJS): Þingmaðurinn segir?)
Greiði ekki atkvæði.