148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

vextir og verðtrygging.

246. mál
[18:57]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Í tengslum við þetta mál hefur verið talað um fagleg vinnubrögð, nauðsynlegt að setja málið í nefnd og fara faglega yfir það, skoða hvaða áhrif það hefur á efnahagsmálin, vexti og svo framvegis. Gott og vel. En það er hins vegar í lagi að drösla hér inn persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins upp á 150 blaðsíður, lagabálki, án nokkurrar umræðu svo heitið geti. Hvaða áhrif það hefur á efnahagsmálin, á fjárhag ríkissjóðs, sem kostar hundruð milljóna, er það í lagi? En það er hins vegar ekki í lagi að fara með þetta mál hér inn. Ég segi bara: Nú er það kristaltært að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur engan áhuga á því að draga úr vægi verðtryggingarinnar, engan áhuga á að bæta kjör almennings á Íslandi. (SDG: Heyr, heyr.)

(Forseti (SJS): Þingmaðurinn segir?)

Nei.