vextir og verðtrygging.
Virðulegi forseti. Háð hefur verið stríð gegn minni kynslóð á fasteignamarkaðnum og stríð gegn alþýðufólki almennt. Hundruð manna búa í ólöglegu leiguhúsnæði, hundruð finna ekki heimili, og hundruð, nei, þúsundir eru að sligast undan ósanngjörnum lánum. Ósanngjörnum. Ég segi nú bara eins og félagi minn úr Pírötum: Hvar er rökstuðningurinn? Hvar er rökstuðningurinn fyrir því að þetta er svona? Því að þetta er undantekningin á heimsvísu. Við þurfum bara að gera betur.
Síðan árið 2009 hafa allar ríkisstjórnir og öll þing brugðist minni kynslóð og öllum kynslóðum í þessu landi á húsnæðismarkaðnum. Við skulum bara taka okkur á. Þetta getur verið ágætt fyrsta skref í áttina að því að veita fólki sanngjörn lán. En að sjálfsögðu eigum við líka að byggja upp ódýrari leiguíbúðir handa almenningi.
(Forseti (SJS): Þingmaðurinn segir?)
Segir nei. (SDG: Heyr, heyr.)