148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

vextir og verðtrygging.

246. mál
[19:01]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M):

Virðulegi forseti. Ég átta mig nú á því að þingmenn Samfylkingarinnar eru sumir hverjir mjög kunnugir forræðisdeilum innan flokks þannig að það kemur ekkert á óvart að þingmaðurinn skuli tala með þessum hætti.

Mig langar svolítið, virðulegi forseti, að fara aðeins yfir ræðu hæstv. samgönguráðherra og formanns Framsóknarflokksins, sem svelgdist á Trump einhverra hluta vegna. En ég ætla nú að sleppa því, því að það gæti endað þannig að sá maður fengi friðarverðlaun, hugsið ykkur.

Ég ætla hins vegar að segja að á meðan hv. þm. Willum Þór Þórsson og aðrir þingmenn í þessum sal segja já við þessari tillögu, meðan verið er að hugsa málið og reikna sem allt er búið að reikna margoft og sýna fram á, meðan það á að hugsa, kalla til sömu sérfræðingana sem eru búnir að segja að það þurfi að gera þetta, þá hafa heimilin tapað milljörðum á milljarða ofan, í boði þeirra sem ætla að hugsa málið.

(Forseti (SJS): Þingmaðurinn segir?)

Nei.