148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

vextir og verðtrygging.

246. mál
[19:03]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P):

Virðulegi forseti. Eins og atburðarás dagsins hefur sýnt okkur er þetta mál ekki svart/hvítt, né heldur er það grænt, rautt eða gult. Peningastefnunefnd hefur, eins og talað var um áðan, bent á að þetta sé sennilega leiðin fram á við í stóra samhenginu. Hins vegar er ég ekki nógu vel inni í málunum til þess að geta sagt af eða á. Því mun ég sitja hjá í þessari atkvæðagreiðslu. Hins vegar finnst mér gott að hafa það í huga að þetta er mál sem er almenningi í landinu raunverulega mjög hugleikið og nokkuð sem er notað mjög mikið í kosningabaráttu til þess að komast hérna inn. Ég vona að það verði eftirfylgni gagnvart málinu og það verði tekið alvarlega og haldið áfram með það.