148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

vextir og verðtrygging.

246. mál
[19:04]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Þann 8. maí síðastliðinn kom upp sú staða sem við samþykktum öll, að skoða eitthvað og vísa því áfram vegna þess að það var það skásta sem var í boði á þeim tíma og ekki komin upp sú staða sem við höfum möguleika á að greiða atkvæði um í þinginu í dag. Staðreyndin er sú að við höfum verið að gera tilraunir á þjóðinni núna í 40 ár, þessar verðtryggingartilraunir sem bitnað hafa hvað harkalegast á fjölskyldum í landinu, sem hafa verið tilraunadýrin. Við erum að slá heimsmet. Mér er alveg sama þótt hæstv. samgönguráðherra segi það, ég veit ekki hvernig í veröldinni húsnæðisliðurinn kemur Trump við. Ég segi nei.