vextir og verðtrygging.
Virðulegi forseti. Þann 8. maí síðastliðinn kom upp sú staða sem við samþykktum öll, að skoða eitthvað og vísa því áfram vegna þess að það var það skásta sem var í boði á þeim tíma og ekki komin upp sú staða sem við höfum möguleika á að greiða atkvæði um í þinginu í dag. Staðreyndin er sú að við höfum verið að gera tilraunir á þjóðinni núna í 40 ár, þessar verðtryggingartilraunir sem bitnað hafa hvað harkalegast á fjölskyldum í landinu, sem hafa verið tilraunadýrin. Við erum að slá heimsmet. Mér er alveg sama þótt hæstv. samgönguráðherra segi það, ég veit ekki hvernig í veröldinni húsnæðisliðurinn kemur Trump við. Ég segi nei.