148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

vextir og verðtrygging.

246. mál
[19:05]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (Flf):

Virðulegi forseti. Einn, einn, átta, núll, núll, núll, núll, núll, núll, núll, núll, núll krónur hafa bankar og lánastofnanir skuldfært á heimili þessa lands síðustu fimm árin vegna húsnæðisliðarins. Við höfum beðið. Heimilin hafa beðið í 40 ár. Þau geta ekki beðið lengur eftir nefndum, starfshópum, ráðgjöfum. Þingmaðurinn segir nei.