148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

barnalög.

238. mál
[19:11]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Herra forseti. Ég vil eins og fyrri ræðumaður þakka vel fyrir vinnuna í velferðarnefnd. Ég vil sérstaklega þakka hv. þm. Vilhjálmi Árnasyni fyrir að halda vel utan um þetta mál. Það skiptir mjög marga máli.