148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

tollalög.

581. mál
[20:33]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég óska eftir sem framsögumaður málsins að draga breytingartillöguna til baka sem lögð hefur verið fram. Ég óska eftir fundi í atvinnuveganefnd milli 2. og 3. umr. til að ræða framhaldið í málinu þar sem reikna má með annarri tillögu.