148. löggjafarþing — 78. fundur,  12. júní 2018.

óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.

88. mál
[22:25]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er sérstakt ánægjuefni að enn eina ferðina á löngum tíma gefst Alþingi tækifæri til að taka afdráttarlausa afstöðu til núverandi ákvörðunar um staðsetningu og uppbyggingar Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka fyrir þann stuðning í 16 ár sem allir heilbrigðisráðherrar hafa verið sammála um, allir meiri hlutar Alþingis hafa verið sammála um, og það var meira að segja þannig að 3. desember 2014 sagði formaður fjárlaganefndar, hv. þm. Vigdís Hauksdóttir, með leyfi forseta:

„[Það er] afar ánægjulegt, þarna er ríkisstjórnin að gefa vísbendingu um það sem koma skal og raunverulega að skapa þá framtíðarsýn að Landspítalinn verði byggður upp þar sem hann er.“

Virðulegur forseti. Það er gott að fá tækifæri eina ferðina enn að staðfesta við þessa atkvæðagreiðslu við 100 ára afmæli fullveldis Íslands að Landspítalinn verði byggður upp við Hringbraut.