148. löggjafarþing — 78. fundur,  12. júní 2018.

persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.

622. mál
[22:44]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða gríðarlega þarft og gott mál, ég vil leggja áherslu á það. Ég fagna því að eiga þess kost að samþykkja það. Það varðar mjög mikilsverð réttindi borgaranna, almennings, sem verða sífellt mikilvægari í viðsjálum heimi þar sem markvisst er safnað upplýsingum um fólk og þeim beitt með sífellt hugkvæmari hætti og á hátt sem er alveg ófyrirséð hvernig verður í framtíðinni. Vissulega reynir þarna, eins og í öllum málum sem varða samskipti okkar við Evrópu, á stjórnarskrá. En hér reynir þó ekki meira á stjórnarskrá en í samningum okkar um fjárhagsleg málefni. Það er löngu tímabært að við endurskoðum stjórnarskrána, leggjum fram (Forseti hringir.) nýja stjórnarskrá. Og það er löngu tímabært að við komum samskiptum okkar við Evrópuríki (Forseti hringir.) í nýtt horf.