148. löggjafarþing — 78. fundur,  12. júní 2018.

persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.

622. mál
[22:51]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil ítreka vonbrigði mín með það hvernig þetta mál bar að í þinginu, hversu seint það kom fram. Ég sé ekki af hverju norska Stórþingið gat fjallað um þetta mál á mörgum mánuðum löngu áður en okkur tókst að fá það fyrir þingið. Ég skil eiginlega ekki alveg þau rök. Málið er stórt og mikilvægt fyrir almenning og fyrirtæki. Við erum á sameiginlegum markaði á grundvelli EES-samningsins. Þar höfum við réttindi og þar berum við skyldur sem eru gagnkvæmar. Við samþykkjum þetta mál. Það er eins vandað og hægt er að ætlast til á þessum tíma, sem er til vansa fyrir þingið. En við verðum að segja já og það geri ég með gleði.