148. löggjafarþing — 81. fundur,  17. júlí 2018.

fundur Alþingis á Þingvöllum.

[15:13]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti boðar þingmenn til næsta fundar Alþingis að Lögbergi á Þingvöllum. Hefst sá fundur kl. 14 á morgun, miðvikudaginn 18. júlí, samanber forsetabréf frá 10. júlí 2018 svo og 37. gr. stjórnarskrárinnar, um fundarstað Alþingis.

Það er hátíðarfundur Alþingis til að minnast fullveldisafmælisins.

Allir hv. þingmenn eiga að hafa fengið þær upplýsingar um ferðir til Þingvalla og fyrirkomulag fundarins sem þeim eru nauðsynlegar.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, situr hátíðarfundinn og ávarpar hann.

Enn fremur mun forseti danska Þjóðþingsins sitja fundinn og ávarpa hann fyrir hönd dönsku þjóðarinnar. Ræðan verður þýdd á íslensku. Verður þetta í fyrsta sinn á seinni árum sem erlendur maður ávarpar Alþingi. Forseti og forsætisnefnd telur að tilefnið sé að þessu sinni ærið, á þessum hátíðarfundi þingsins til að minnast svo mikilsverðs samnings mill þjóðanna.

Ég vona að engar athugasemdir séu gerðar við þessar fyrirætlanir forseta.

Ég þakka hv. þingmönnum samvinnuna á þessum degi um fundahaldið og vænti þess að við sjáumst öll heil á morgun á Þingvöllum í góðu veðri.