148. löggjafarþing — 82. fundur,  18. júlí 2018.

ávarp forseta danska Þjóðþingsins.

[14:51]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Hv. alþingismenn. Sambandslagasáttmálinn, Forbundsloven, var samningur milli Alþingis og ríkisstjórnar og Ríkisdagsins í Danmörku, undirritaður 18. júlí 1918 af helstu áhrifamönnum beggja þinga en síðan samþykktur með lögum frá Alþingi, samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu af íslensku þjóðinni og samþykktur með lögum af ríkisþingi Dana og loks staðfestur af Kristjáni konungi X.

Nú ávarpar fundinn fulltrúi danska Þjóðþingsins, hins aðila samningsins, forseti þingsins, Pia Kjærsgaard.