149. löggjafarþing — 1. fundur,  11. sept. 2018.

varamenn taka þingsæti.

[16:01]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá 12. þm. Suðvest., Guðmundi Inga Kristinssyni, um að hann geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Einnig hefur borist bréf frá starfandi formanni þingflokks Pírata um að 3. þm. Reykv. n., Helgi Hrafn Gunnarsson, geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni.

Í dag, þriðjudaginn 11. september, taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þá 1. varamaður á lista Flokks fólksins í kjördæminu, Jónína Björk Óskarsdóttir, og 2. varamaður á lista Pírata í kjördæminu, Sara Elísa Þórðardóttir, en 1. varamaður á lista hefur boðað forföll.

Sara Elísa Þórðardóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.