149. löggjafarþing — 1. fundur,  11. sept. 2018.

afbrigði um sætaúthlutun.

[16:04]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Leita þarf afbrigða frá þingsköpum, þ.e. 4. mgr. 3. gr. þingskapa, þannig að hluta megi um sæti formanna þingflokka sérstaklega og þeir hafi sæti næst inngangi í salinn og dragi innbyrðis um þau sæti. Skoðast þau afbrigði samþykkt ef enginn hreyfir andmælum.

Samkvæmt því eru sæti þingflokksformanna þessi: Birgir Ármannsson hlýtur sæti 2, Oddný G. Harðardóttir sæti 7, Gunnar Bragi Sveinsson sæti 8, Þórunn Egilsdóttir sæti 13, Hanna Katrín Friðriksson sæti 22, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sæti 23, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sæti 44 og Ólafur Ísleifsson sæti 45.

Þá hefur enn fremur orðið samkomulag um hvernig hluta skuli um sæti fyrir hv. þingmenn Ingu Sæland og Guðmund Inga Kristinsson þannig að þau fái sæti sem henta þeim sérstaklega. Fær Inga Sæland sæti 6 og Guðmundur Ingi Kristinsson sæti 14.