149. löggjafarþing — 4. fundur,  14. sept. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[20:56]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir hlý orð og veit að hún er með okkur í þessari vegferð sem bæði tengist loftslagsmálunum sem hún kom inn á og náttúruverndarmálunum. Ég tek undir það með hv. þingmanni að það var einstaklega ánægjulegt að geta greint frá því í dag að það er hafin sú vegferð að byrja að auglýsa tillögur að friðlýsingu svæða í verndarflokki rammaáætlunar og þarna komin fram þrjú svæði og fleiri á leiðinni.

Ég hlakka bara til að geta tilkynnt um fleiri svæði síðar.