149. löggjafarþing — 5. fundur,  17. sept. 2018.

kröfur um lægri húsnæðiskostnað í komandi kjarasamningum.

[15:25]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Gott að heyra mjög jákvæðan tón hjá hæstv. húsnæðismálaráðherra hvað þetta varðar. Eins og við vitum þá er þetta tal um að kaupmáttur hafi aukist og laun hafi hækkað þannig að fleiri krónur hafi ratað í vasa flestra landsmanna og þessar krónur gefi meira en þessi kaupmáttur, sem við getum alveg séð í tölum frá Hagstofunni, hann er allur horfinn hjá tekjulægsta fólkinu sem er á leigumarkaði.

Eins og kemur fram í tölum frá Hagstofunni frá 2011 hefur húsnæði, vísitala íbúða- og leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu, farið upp um 100%. Leigan hefur hækkað um 100% frá 2011. Þá er allur kaupmátturinn farinn og miklu meira en það. Það er þetta sem brennur á svo ofboðslega mörgum. Þegar verið er að tala um að það sé svo mikið góðæri og hlutirnir gangi svo rosalega vel, þetta fólk er ekki að finna það, það finnur bara fyrir minni kaupmætti, meiri vinnu og erfiðara er að hafa það.

Ég er því alveg sammála ráðherra, þetta verður eitt af stóru málunum á þessum kjaravetri og gott að heyra að ráðherra tekur vel í að fara í það. Eitt stutt í restina, hvað myndi þetta geta lækkað leiguverð, þær tillögur sem ráðherra hefur?