149. löggjafarþing — 5. fundur,  17. sept. 2018.

óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni.

6. mál
[18:20]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. Brynjari Níelssyni góð svör. Ég skil betur hvað hann átti við áðan. Hins vegar velti ég fyrir mér hvort það sé eðlilegt að Alþingi árið 2018 biðjist afsökunar á atburðarás sem fór fram áratug fyrr og kannski einmitt sér í lagi vegna þess að hún er svona pólitísk. Það er verið að tala um að þetta hafi verið pólitísk aðför að einhverjum. Er eðlilegt að Alþingi sé sett í þessa stöðu í ljósi þess að þingmenn hafa engan aðgang að almennilegum upplýsingum til að geta myndað sér upplýsta skoðun á því hvort þetta hafi verið pólitísk aðför eða ekki? Er það fordæmi sem við viljum setja?

Það er það sem ég vil enda á að segja.