149. löggjafarþing — 6. fundur,  18. sept. 2018.

varamaður tekur þingsæti.

[13:31]
Horfa

Forseti (Brynjar Níelsson):

Borist hefur bréf frá Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur um að hún geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, Teitur Björn Einarsson.

Hann hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa að nýju.