149. löggjafarþing — 6. fundur,  18. sept. 2018.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019.

3. mál
[16:55]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, við höfum fest í lög kynjaða fjárlagagerð. Ég get tekið undir með hv. þingmanni að það er mjög æskilegt að geta greint áður en frumvörp eru lögð fram á þingi möguleg áhrif þeirra á stöðu kynjanna annars vegar, þegar það á við, og eftir atvikum á byggðaþróun sömuleiðis. Ég held hins vegar að frumvarpið sem við erum með hér í dag hafi afskaplega takmörkuð slík áhrif. Einmitt þetta frumvarp hefur mjög lítil áhrif til þess að raska stöðunni sem er.