149. löggjafarþing — 6. fundur,  18. sept. 2018.

aukatekjur ríkissjóðs.

4. mál
[18:54]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að þetta sé umræða sem skiptir máli að við tökum, að við veltum því aðeins fyrir okkur hvort við séum mögulega að valda óþægindum með því að taka þetta í svona stökkum. Kannski á það að vera mér alveg sjálfstætt umhugsunarefni, fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þegar þingmaður í Vinstri grænum kemur hingað upp og spyr hvort ekki sé fullmikið af því góða í gjaldahækkun í einu skrefi. Svo að ég leyfi mér nú aðeins slá á létta strengi hér undir lok dags.