149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

mannanöfn.

9. mál
[15:57]
Horfa

Flm. (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni þessa athugasemd. Það er ágætistugga í sjálfu sér að konur séu líka menn en þetta er nafn á löggjöfinni sem mér er algjörlega að meinalausu að breyta. Þau mættu heita hvað sem er annað, [Hlátur í þingsal.] t.d. lög um nöfn. (HHG: Engin lög um það.) Ég treysti nefndinni fyllilega til að endurskíra þetta frumvarp frá grunni kjósi hún svo, líkt og ég treysti foreldrum til að skíra börn sín. Ég hef engar áhyggjur af því, lögin mega alveg heita þeim ágætistillögum sem hv. þingmaður kemur með.