149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

mannanöfn.

9. mál
[16:02]
Horfa

Flm. (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Forseti. Ég tek undir það og þó að hv. þingmaður hafi engri spurningu beint til mín í síðara andsvari er það bara þannig að veruleikinn er fjölbreyttari og flóknari en við drögum hann upp í tölfræðigögnunum okkar í dag. Ég held að það væri mjög áhugavert fyrir nefndina að skoða hvað það þýðir. Kallar það á frekari lagabreytingar eða einfaldlega nýja hugsun í viðkomandi stofnunum? Ég held að það sé reyndar alveg óhætt að huga að því hvernig við endurspeglum betur þær breytingar sem orðið hafa á samfélaginu á undanförnum árum og áratugum, sérstaklega í þessum efnum. Veruleikinn er ekki jafn svarthvítur og við höfum teiknað hann upp til þessa.