149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

mannanöfn.

9. mál
[16:41]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Ég ætla rétt að vona að við höfum úrræði til að finna út úr því eða stöðva það að einhverjir foreldrar skíri börn sín nöfnum á borð við Tvíböku. Ég held almennt talað, og þetta er mikilvægt, að ef við treystum fólki á annað borð fyrir börnum, treystum fólki til að ala þau upp, fæða þau, klæða, veita þeim umhyggju og það sem þau þurfa á að halda sem börn, hljótum við líka að treysta þessu fólki til að gefa þessum börnum nöfn.