149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

mannanöfn.

9. mál
[16:54]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er alls ekkert á móti því að menn tali um frelsi og ekkert á móti neinu frelsi. Ég sagði í upphafi að mér leiddist [Hlátur í þingsal.] og vildi nota tækifærið til að benda á tvískinnunginn í allri (HHG: Aðallega í þér, hv. þingmaður.) frelsisumræðunni þegar menn koma hingað og tala um frelsi í þessu sem þola ekki neins staðar frelsi. En auðvitað eru takmarkanir á öllu frelsi. Það hefur alltaf verið og verður alltaf. (Gripið fram í.) Hér er umræðan um allt annað. Ég lít svo á að hafi einhvern tímann verið hérna óþarfamál sé þetta alveg á topp fimm. Öll umræðan einkennist af tvískinnungi, öll frelsisumræða í kringum þetta. Í sjálfu sér truflar það mig ekkert ofboðslega mikið þó að menn rýmki þetta og hafi aukið frelsi í þessu. Mér er svo sem alveg nákvæmlega sama en ég er bara að benda á allan (Forseti hringir.) tvískinnunginn og ruglið í kringum umræðuna um frelsi og forræðishyggju.